Pressufélag úrskurðað gjaldþrota

Björn Ingi Hrafnsson átti 50% í Kringluturninum á móti Arnari …
Björn Ingi Hrafnsson átti 50% í Kringluturninum á móti Arnari Ægissyni. mbl.is/Árni Sæberg

Eignarhaldsfélagið Kringluturninn ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Auglýsing þar að lútandi var birt í Lögbirtingablaðinu í morgun. Félagið var áður annar stærsti eigandi fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar, sem Björn Ingi Hrafnsson var í forsvari fyrir, með 28% hlut. Björn Ingi var jafnframt 50% eigandi í Kringluturninum á móti Arnari Ægissyni.

Átti Björn Ingi auk þess hlut í Pressunni í gegnum önnur félög sín, AB10 og AB11.

Pressan átti vefmiðilinn Pressan.is og keypti svo stærstan hluta í DV, til viðbótar við fjölda landshlutablaða eins og Akureyri vikublað, Austurland, Suðra og Sleggjuna, auk vikublaða sem komu út á höfuðborgarsvæðinu.

DV og Pressan voru síðar keypt af Torgi, sem í dag gefur meðal annars út Fréttablaðið og rekur vefmiðlana frettabladid.is og dv.is auk Hringbrautar.

Samkvæmt auglýsingu Lögbirtingablaðsins er áætlaður skiptafundur í félaginu 27. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK