Seldar gistinætur á hótelum voru ríflega 17% fleiri fyrstu níu mánuði ársins en sama tímabil í fyrra. Mun færri gistinætur seldust fyrstu þrjá mánuði ársins en þá mánuði í fyrra en frá og með apríl hafa mun fleiri selst en sama tímabil í fyrra.
Fjöldi gistinátta á tímabilinu frá janúar til september 2019, 2020 og 2021 er hér sýndur á grafi en Hagstofan tekur saman þessa tölfræði.
Skal tekið fram að hér eru lagðar saman seldar gistinætur til innlendra og erlendra ferðamanna. Rökin eru ekki síst þau að innlend eftirspurn vóg þyngra en áður vegna takmarkana á utanferðum.
Árið 2019 var samdráttur í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air 28. mars það ár en fjöldi erlendra ferðamanna var eftir sem áður sá þriðji mesti í Íslandssögunni.
Kórónuveirufaraldurinn hófst svo í mars 2020 en fram að því seldust álíka margar gistinætur það ár og í janúar og febrúar 2019.
Lestu ítarlegri úttekt ViðskiptaMogganum í dag.