Fjármálaeftirlitið vex að umfangi ár frá ári

Fjármálaeftirlitið var sameinað Seðlabankanum 2020.
Fjármálaeftirlitið var sameinað Seðlabankanum 2020. mbl.is/Golli

Starfsfólki sem sinnir fjármálaeftirliti fyrir hönd íslenska ríkisins hefur fjölgað í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið var sameinað Seðlabanka Íslands í ársbyrjun 2020.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Morgunblaðsins sem lögð var fram í byrjun októbermánaðar.

Í svarinu kemur fram að 120 stöðugildi séu helguð fjármálaeftirliti á vettvangi bankans en í heildina eru stöðugildi við stofnunina 286,8. Frá sameiningunni hefur stöðugildum fækkað um ríflega 15 en fjölgað á sama tíma um fjögur í fjármálaeftirliti. Eins og fram kemur í umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag hefur nær samfelld fjölgun starfa í fjármálaeftirliti verið frá árinu 2008. Nemur fjölgunin frá þeim tíma til dagsins dag ríflega 64 og jafngildir það 115% fjölgun.

Á sama tíma og starfsmönnum eftirlitsins hefur fjölgað síðustu ár hafa stjórnendur stærstu fjármálafyrirtækja landsins unnið hörðum höndum að því að fækka starfsfólki og í stóru viðskiptabönkunum þremur hefur fækkað um 28% í starfsliðinu frá árinu 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK