Krista Hall til Brandenburg

Krista Hall, umsjónarhönnuður hjá Brandenburg.
Krista Hall, umsjónarhönnuður hjá Brandenburg. Ljósmynd/Aðsend

Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. 

Krista útskrifaðist í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og var fyrsta stóra verkefni hennar eftir nám að hanna og skapa teiknaðan heim fyrir tölvuleikinn og smáforritið Mussila sem ætlað er að kenna börnum tónlist.

Þá hefur Krista um árabil haft umsjón með útliti á sælkerahátíðinni Food and Fun. Árið 2018 réð Krista sig til starfa hjá Tvist auglýsingastofu og tók þar stöðu umsjónarhönnuðar (e. Art Director) fyrr á þessu ári. Krista hefur nú verið ráðin á Brandenburg, í stöðu umsjónarhönnuðar er kemur fram í tilkynningu. 

Haft er eftir Hrafni Gunnarssyni, hugmynda- og hönnunarstjóra á Brandenburg, í tilkynningu að mikill fengur sé að fá Kristu til liðs við stofuna. „Hún er öflugur og hugmyndaríkur hönnuður og er strax farin að láta til sín taka á stofunni. Krista smellpassar inn í hópinn og fellur vel að hugmyndafræðinni okkar á Brandenburg. Við leggjum mikla áherslu á árangursdrifna hugmyndavinnu sem við teljum að sé lykilatriði í farsælli uppbyggingu á vörumerkjum. Þar er Krista strax að koma virkilega sterk inn,“ segir Hrafn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK