Seðlabankinn hækkar stýrivexti

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um 0,5 pró­sent­ur. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 2%.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans sem birt er í nóv­em­ber­hefti Pen­inga­mála eru horf­ur á um 4% hag­vexti í ár sem er svipað því sem spáð var í ág­úst. Betri horf­ur um út­flutn­ing gera það hins veg­ar að verk­um að hag­vaxt­ar­horf­ur fyr­ir næsta ár hafa batnað nokkuð og er talið að hag­vöxt­ur verði liðlega 5%. Óvissa er hins veg­ar enn mik­il og þróun efna­hags­mála mun sem fyrr mark­ast af fram­vindu far­sótt­ar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Verðbólga jókst í októ­ber og mæld­ist 4,5%. Fram­lag inn­lends kostnaðarþrýst­ings, hækk­un­ar hús­næðis­verðs og launa hef­ur skýrt stór­an hluta verðbólg­unn­ar und­an­farið en áhrif hækk­ana alþjóðlegs olíu- og hrávöru­verðs hafa einnig auk­ist. 

„Verðbólgu­horf­ur hafa versnað nokkuð frá því í ág­úst sem m.a. má rekja til þrálát­ari alþjóðlegra verðhækk­ana, hraðari viðsnún­ings í inn­lend­um efna­hags­um­svif­um og hækk­un­ar launa­kostnaðar. Horf­ur eru á að verðbólga auk­ist áfram á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna enda hald­ist kjöl­festa verðbólgu­vænt­inga við mark­mið. Pen­inga­stefnu­nefnd ít­rek­ar að hún mun beita þeim tækj­um sem hún hef­ur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aft­ur í mark­mið inn­an ásætt­an­legs tíma,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka