Sífellt fleiri fá ellilífeyrinn út

Kort/mbl.is

Ríflega tvöfalt fleiri íslenskir ellilífeyrisþegar voru búsettir erlendis í fyrra en árið 2014. Þannig bjuggu um 950 ellilífeyrisþegar erlendis árið 2014 en tæplega 2.000 árið 2020.

Þróunin frá árinu 2010 er sýnd á grafi hér fyrir ofan en miðað er við fjölda í lok hvers árs.

Til samanburðar hefur íslenskum ellilífeyrisþegum fjölgað um 26,5% frá 2014. Fjölgun þeirra sem búa erlendis er því fjórfalt meiri á tímabilinu.

Fjöldinn sennilega vanmetinn

Hildur Erna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, segir búsetu jafnan miðast við hvar viðkomandi var búsettur með lögheimili í lok árs, samkvæmt þjóðskrá.

„Það er hins vegar ekki alltaf svo og við stefnum á að endurskoða þessa skilgreiningu í næstu útgáfu. Sennilega er þetta vanmat hjá okkur hversu margir lífeyrisþegar eru búsettir erlendis,“ segir Hildur.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK