Svar sækir liðsauka

Grétar Örn Hjartarson og Íris Dögg Einarsdóttir, nýir starfsmenn Svars.
Grétar Örn Hjartarson og Íris Dögg Einarsdóttir, nýir starfsmenn Svars. Samsett mynd

Upplýsingatæknifyrirtækið Svar hefur, vegna aukinna umsvifa, ráðið til sín sjö nýja starfsmenn; Önnu Lilju Sigurðardóttur, Bessa Toan Ingason, Grétar Örn Hjartarson, Írisi Dögg Eiðsdóttur, Katrínu M. Guðjónsdóttur, Lindu Wessman og Sigríði Birnu Sigurðardóttur.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Nýju starfskraftarnir sem flestir hafa framhaldsmenntun á sviði viðskipta, bókhalds og tölvunarfræði, koma til með að þjónusta núverandi og verðandi viðskiptavini fyrirtækisins.

Haft er eftir Rúnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Svars, í tilkynningu að aukinn áhugi kvenna á tæknigeiranum sé sérstakt gleðiefni. 

„Við erum með fjölbreytta viðskiptavini með mismunandi þarfir og sífellt meiri áhersla á sjálfvirkni býr til ný og spennandi tækifæri og verkefni fyrir okkur starfsfólkið og eins fyrir viðskiptavini.“

Svar veitir skýjarlausnir auk þjónustu við umbætur á tæknimálum svo sem við  bókhaldskerfi, rekstrarkerfi og verk- og tímaskráningakerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK