Upplýsingatæknifyrirtækið Svar hefur, vegna aukinna umsvifa, ráðið til sín sjö nýja starfsmenn; Önnu Lilju Sigurðardóttur, Bessa Toan Ingason, Grétar Örn Hjartarson, Írisi Dögg Eiðsdóttur, Katrínu M. Guðjónsdóttur, Lindu Wessman og Sigríði Birnu Sigurðardóttur.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Nýju starfskraftarnir sem flestir hafa framhaldsmenntun á sviði viðskipta, bókhalds og tölvunarfræði, koma til með að þjónusta núverandi og verðandi viðskiptavini fyrirtækisins.
Haft er eftir Rúnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Svars, í tilkynningu að aukinn áhugi kvenna á tæknigeiranum sé sérstakt gleðiefni.
„Við erum með fjölbreytta viðskiptavini með mismunandi þarfir og sífellt meiri áhersla á sjálfvirkni býr til ný og spennandi tækifæri og verkefni fyrir okkur starfsfólkið og eins fyrir viðskiptavini.“
Svar veitir skýjarlausnir auk þjónustu við umbætur á tæknimálum svo sem við bókhaldskerfi, rekstrarkerfi og verk- og tímaskráningakerfi.