„Nýi hópurinn er að meðaltali 13-17 ára. Við starfsmennirnir þurfum að vera búnir í mat klukkan þrjú á daginn til að geta tekið á móti krökkunum eftir skóla,“ segir Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni.
Mikil ásókn er í merkjavöru og kúnnahópurinn yngist sífellt. „Þessi kynslóð veit betur en við hvað þau vilja,“ segir verslunarstjórinn.
Lengra viðtal við hann má finna í Morgunblaðinu í dag.