Fulltrúar ellefu íslenskra fyrirtækja skrifuðu undir loftslagsyfirlýsingu á loftslagsfundi Reykjavíkuborgar og Festu í Hörpu í morgun. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.
Á þennan hátt skuldbinda fyrirtækin sig að draga úr úrgangi og losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinna fyrirtækja, mæla losunina og birta opinberlega þær mælingar, að því er greint frá í tilkynningunni.
Loftslagsyfirlýsingin var sett á laggirnar í aðdraganda Parísarsáttmálans árið 2015. Alls hafa um 168 fyrirtæki skrifað undir yfirlýsinguna, en á síðustu tveimur árum bættust í þann hóp fyrirtæki frà sveitarfélögunum Akureyrarbæ og Höfn í Hornafirði.
Markmiðið með Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar var að skapa samstarfsvettvang til að ná mælanlegum árangri í loftlagsmálum með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs.
Rekstraraðilar sem skrifa undir yfirlýsinguna skuldbinda sig að finna leiðir til að draga úr losun á eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu.
Eftirfarandi fulltrúar fyrirtækja skrifuðu undir Loftslagsyfirlýsinguna:
Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og kaffi
Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Wise
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts
Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi og Bakkans
Brynja Guðjónsdóttir, deildarstjóri markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni
Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO
Margrét Pétursdóttir, forstjóri Ey á Íslandi
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO
Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden