„Samningar skulu standa“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í gær að ákvæði lífskjarasamningsins um hagvaxtarauka kæmi afar illa við verðstöðugleika. Hann sagði að Samtök atvinnulífsins (SA) hafi samið af sér varðandi þetta atriði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég kýs að líta á orð seðlabankastjóra í víðara samhengi,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. „Kjarasamningar voru gerðir í apríl 2019 og gilda út október 2022. Enginn gerði ráð fyrir kórónuveirukreppunni sem skall á okkur í febrúar 2020 og lamaði allt. Það skiptir engu máli hvort horft er til Íslands, annarra landa eða annarra heimsálfa. Heimsfaraldurinn hefur sett strik í reikning samningagerðar um allan heim,“ sagði Halldór. Hann telur að seðlabankastjóri sé að benda á þetta: „Á meðan framleiðslugetan, hagkerfið, er ekki að vaxa þá stöndum við ekki undir launahækkunum. Ef laun hækka umfram svigrúm verður brugðist við með vaxtahækkun.“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl/Arnþór Birkisson

„Að sjálfsögðu stendur ákvæði lífskjarasamningsins um hagvaxtaraukann. Samningar skulu standa. Atvinnurekendur hljóta að gera sér grein fyrir því,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir að stýrivaxtahækkun upp á 0,5% hafi mikil áhrif á launafólk. Mánaðarleg afborgun af 35 milljóna króna láni með breytilegum vöxtum geti hækkað um allt að 15.000 krónur. Þar hverfi 41% af launahækkun á kauptaxta þann 1. janúar 2022 á einu bretti. Þá sé eftir að mæta öllum öðrum hækkunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK