Sömdu um verk við Leifsstöð

Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, við …
Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, við undirritun samninganna sem gerð var rafrænt. Ljósmynd/Isavia

Isavia undirritaði í dag samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ístak átti hagkvæmustu tilboðin en verkin voru boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Heildarkostnaður við bæði verkin er áætlaður um 24,6 milljarðar. 

Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að nýja akbrautin tengi flugbraut við hlað flugstöðvarinnar og er henni ætlað stuðla að bættri nýtingu óháð ytri skilyrðum og greiða fyrir umferð flugvéla eftir lendingu. Hluti af verkinu er uppsetning ljósabúnaðar. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir lok næsta árs. Tilboð Ístaks í verkið nam rúmlega 940 milljónum króna. 

„Þetta er mikilvægur áfangi í þróun Keflavíkurflugvallar. Þessi nýja akbraut greiðir mjög fyrir umferð flugvéla. Tíminn frá lendingu að flughlaði styttist sem dregur úr umhverfisáhrifum vegna útblásturs. Þá mun öryggi umferðar á vellinum aukast enn með þessari upplýstu akbraut. Svo er gott að sjá að vinna við austurálmuna er á áætlun. Hún verður að sama skapi gríðarlega mikilvæg viðbót við flugstöðina,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóri Isavia í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK