Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn í Borgartúni í Reykjavík.
Landsbankinn í Borgartúni í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsbankinn tilkynnti í dag um vaxtabreytingar á lánum sínum og ríður þannig á vaðið fyrstur viðskiptabanka með vaxtahækkanir eftir síðustu stýrivaxtahækkun 17. nóvember en þá hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,50 prósentustig. 

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,35 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,30 prósentustig og um 0,25 prósentustig á óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða.

Lægstu föstu óverðtryggðu vextir verða 4,65%

Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir.

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum verða 4,20%. Lægstu fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum verða 4,65%.

Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,35 prósentustig en kjörvextir á verðtryggðum útlánum verða óbreyttir. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,35 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,50 prósentustig.

Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um allt að 0,50 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,50 prósentustig og vextir almennra veltureikninga hækka um 0,05 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK