Mink-sporthýsið prófað í Top Gear

Stund milli stríða hjá þáttastjórnendum Top Gear.
Stund milli stríða hjá þáttastjórnendum Top Gear.

Mink Campers, sem sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á Mink-sporthýsinu, var nýverið eitt af aðalumfjöllunarefnum bílaþáttarins vinsæla Top Gear á BBC One í Bretlandi. Í þættinum geystist Polestar 2-rafmagnsbíllinn með Minknum um sveitir Englands.

Dreginn af rafbílum

Ekki var annað að sjá en að Minkurinn félli vel í kramið hjá þáttarstjórnendum sem óku á rafbílum með mismunandi hýsi í eftirdragi.

Mink Campers var stofnað árið 2015. Í dag eru umboðsaðilar 20 í 16 löndum. „Það er mikilvægt að hlúa að þeim innviðum sem við höfum byggt upp undanfarið en jafnframt eru gríðarlega mikil tækifæri fram undan, eins og í Norður-Ameríku. Með hækkandi sól hlökkum við til að svipta hulunni af nýjungum í sporthýsinu,“ segir Guðberg Björnsson, markaðsstjóri Mink Campers, í samtali við ViðskiptaMoggann. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK