Arion banki hækkar vexti

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arion banki mun hækka inn- og útlánavexti sína á morgun vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabanka, sem kynnt var í síðustu viku. Stýrivextir hækkuðu þá um 0,5% og eru því nú í 2%.

Vaxtahækkanir Arion banka eru eftirfarandi, að því er fram kemur á vef bankans:

Óverðtryggð íbúðalán

  • Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 4,29%
  • Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir hækka um 0,60 prósentustig og verða 5,24%

Verðtryggð íbúðalán

  • Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,30 prósentustig og verða 2,24%.
  • Verðtryggðir fastir 5 ára íbúðalánavextir lækka um 0,30 prósentustig og verða 2,24%

Kjörvextir

  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,35 prósentustig og verða 5,40%
  • Almennir verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,10 prósentustig og verða 3,50%

Yfirdráttur og greiðsludreifing

  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,50 prósentustig

Bílalán

  • Kjörvextir bílalána hækka um 0,35 prósentustig og verða 5,80%

Innlán

  • Breytilegir óverðtryggðir innlánavextir hækka ýmist um allt að 0,50 prósentustig eða haldast óbreyttir en vextir á t.d. veltureikningum haldast óbreyttir

„Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar,“ segir á vef bankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK