Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 5,8% í október 2021 samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,2% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 75,5%.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 2,3 prósentustig á milli mánaða á meðan árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 0,2 prósentustig, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.
Árstíðaleiðrétt leitni atvinnuleysis hefur dregist saman um 0,8 prósentustig síðustu sex mánuði og leitni hlutfalls starfandi aukist um 1,9 prósentustig.
Samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar, án árstíðaleiðréttingar, er áætlað að 210.500 (±7.200) einstaklingar á aldrinum 16-24 ára hafi verið á vinnumarkaði í október 2021 sem jafngildir 79,1% (±2,7) atvinnuþátttöku.
Af vinnuaflinu voru 198.900 (±5.900) starfandi og 11.600 (±3.400) atvinnulausir og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 74,7% (±3,0) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 5,5% (±1,6). Starfandi unnu að jafnaði 36 (±1,3) stundir á viku í október 2021. Samanburður við október 2020 sýnir að atvinnuleysi dróst saman um 3,2 prósentustig á milli ára og hlutfall starfandi jókst um 5,7 prósentustig.