Beita fallbyssu á bílskúrshurðina

„Að mörgu leyti held ég að það hefði verið hægt að finna fínna lyklasett heldur en þessa fallbyssu sem er alltaf notuð. Myndlíkingin að við þurfum að opna bílskúrshurð en notum alltaf fallbyssu í aðgerðum okkar er eitthvað sem ég hef klórað mér í kollinum yfir.“

Með þessum orðum lýsir Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður upplifun sinni af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Segir hann það skjóta skökku við að enn sé verið að beita sömu aðferðum nú við að ná tökum á faraldrinum og gert var áður en tókst að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar.

Sigmar er gestur Dagmála í dag.

„Það sem kemur mér á óvart núna er að aftur er Landspítalinn sprunginn og það er álag. Við bólusettum 89% þjóðarinnar og við vitum að það eru aukaverkanir af bólusetningum. Hún er alltaf inngrip í líkamann og hefur alltaf verið en samt virðist sem tíminn hafi ekki verið nýttur til að skipuleggja Landspítalann til að takast á við þó ekki væri nema bara til þess að takast á við aukaverkanir bólusetninganna.“

Telur hann að stjórnvöld hafi horft of þröngt á vandann sem við stöndum frammi fyrir vegna veirunnar, m.a. félagslegum og heilbrigðistengdum af öðrum toga. Biðlistar séu að lengjast á mörgum vígstöðvum. Telur hann að stjórnvöld hafi ekki leitað nýrra lausna til að takast á við faraldurinn eftir því sem honum hefur undið fram. 

Viðtalið má í heild sinni sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK