Draga þarf úr álögum á lítil fyrirtæki

Sigmar Vilhjálmsson telur nýjan málsvara nauðsynlegan.
Sigmar Vilhjálmsson telur nýjan málsvara nauðsynlegan. mbl.is/Hallur

Fjármálakerfið, jafnt bankar og lífeyrissjóðir, hefur ekki risið undir skyldum sínum við að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa vilja til vaxtar. Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður sem vinnur nú að því að koma nýju félagi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á laggirnar. Hann er gestur Dagmála í dag.

Segir Sigmar skjóta skökku við að ekki sé hægt að fá lánafyrirgreiðslu hjá þessum stofnunum án þess að leggja fram veðandlag í formi húsnæðis. Slíkt sé ekki mögulegt í mörgum tilvikum þar sem fyrirtæki stóli oft á stærri leigufélög í húsnæðismálum.

Segir hann að lífeyrissjóðir annars staðar á Norðurlöndum veiti lánafyrirgreiðslu til minni fyrirtækja en að hér á landi sé öllu fjármagni sjóðanna beint í fjárfestingar og fyrirgreiðslu gagnvart stærstu fyrirtækjunum á markaðnum. Það sé einkar óheppilegt í ljósi þess að sjóðirnir hafi það verkefni með höndum að ávaxta lífeyrissparnað almennings, sem að stærstum hluta starfi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Hann segir ótækt að kerfið hygli stærri fyrirtækjum eins og reyndin sé í dag. Þannig skjóti skökku við að prjónastofa á Hofsósi greiði sömu sekt, 600 þúsund krónur, fyrir að skila ársreikningi seint, og stærstu fyrirtæki landsins. Eins sé undarlegt að pylsusali í Kópavogi greiði jafn mikið til Ríkisútvarpsins og Icelandair. „Ég er viss um að það eru miklu fleiri útvörp hjá Icelandair en hjá pylsusalanum,“ segir Sigmar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK