Evrópsk hlutabréf lækkuðu töluvert í verði í dag eftir að fréttir bárust af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 2,36 í dag.
Í París lækkaði hlutabréfavísitala um 4,8%, í Frankfurt um 4,1% og í Lundúnum um 3,7%.
Óttast er að veiruafbrigðið kunni að leiða til nýrra samkomu- og ferðatakmarkana og hafa þannig umtalsverð áhrif á efnahagslíf um allan heim.