Stærri en landið sjálft

Frederik Fexe, aðstoðarframkvæmdastjóri Business Sweden, og Pétur Óskarsson framkvæmdarstjóri Íslandsstofu.
Frederik Fexe, aðstoðarframkvæmdastjóri Business Sweden, og Pétur Óskarsson framkvæmdarstjóri Íslandsstofu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk fyrirtæki með þjónustu eða vörur sem eru tilbúnar á erlenda markaði eiga nú kost á að sækja fram í gegnum víðfeðmt net viðskiptafulltrúa Business Sweden, systurstofu Íslandsstofu í Svíþjóð.

Opinbert hlutverk bæði Business Sweden og Íslandsstofu er að styðja við markaðssókn fyrirtækja á erlenda markaði og hvetja til fjárfestingar í löndunum tveimur.

Fyrirtæki geta fengið kostnaðarþátttöku í verkefnum hjá Íslandsstofu. Skilyrði fyrir því er að viðkomandi félag hafi að minnsta kosti þrjú stöðugildi á ársgrunni og velta þeirra sé ekki meiri en fimm milljarðar króna. Þá þarf rekstrarhæfi félags að vera tryggt til næstu tólf mánaða.

450 ráðgjafar í 37 löndum

Stuðningsnet Business Sweden samanstendur af 42 skrifstofum í 37 löndum og 450 ráðgjöfum. Til samanburðar er íslenska utanríkisþjónustan með viðskiptafulltrúa í 11 löndum.

Eins og Frederik Fexe, aðstoðarframkvæmdastjóri Business Sweden, útskýrir í samtali við Morgunblaðið getur markaðsstofan til dæmis hjálpað fyrirtækjum að koma sér upp skrifstofu á fjarlægum mörkuðum, aðstoðað við ráðningu starfsfólks o.fl.

Fexe fundaði með íslenskum útflutningsfyrirtækjum fyrir helgi. Hann segir að samningurinn sé einstakur að því leyti að hann sé sá fyrsti sem Business Sweden gerir við annað ríki, þó stofnunin vinni að einstökum málum með öðrum löndum.

Fexe bendir á að þrátt fyrir að Ísland sé lítið land þá verði hér til stórar og metnaðarfullar hugmyndir sem leita þurfi farvegar úti í heimi. Þar geti Business Sweden liðsinnt. Íslenskar hugmyndir séu miklu stærri en landið sjálft. Það sama eigi reyndar við um Svíþjóð og sænskar hugmyndir. Nauðsynlegt sé fyrir fyrirtækin að taka áhættu og halda ótrauð af stað út í heim. „50% af þjóðarframleiðslu Svía koma af útflutningi og 50% útflutningsins koma frá erlendum fyrirtækjum sem hafa fjárfest í sænskum fyrirtækjum,“ útskýrir Fexe. „Það er algjört lífsspursmál fyrir okkur í Svíþjóð að hvetja fyrirtækin okkar til að verða eins alþjóðleg og nokkur kostur er og fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í sænskum fyrirtækjum.“

Stóreflir möguleika fyrirtækja

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að samningurinn muni stórefla möguleika íslenskra fyrirtækja til að sækja á nýja markaði erlendis. Hann segir að kostnaðarþátttaka Íslandsstofu geti að hámarki numið 50% af kostnaði við verkefnið og mest þremur milljónum króna í hvert verkefni. Þá segir hann að félag geti að hámarki fengið eitt verkefni fjármagnað á hverju ári.

Pétur segir aðspurður að nokkur fyrirtæki hafi nú þegar sent inn fyrirspurnir um þátttöku í verkefninu, en þeir geirar sem horft er til eru meðal annars grænar lausnir, orka, nýsköpun, tækni og matvæla- og náttúruafurðir. „Þetta eru allt geirar sem íslensk fyrirtæki hafa mikla þekkingu á og framleiða góðar vörur. Fyrirtækin hefur hingað til vantað möguleika til að geta tekið skrefið lengra út í heim, sem nú er loksins í boði. Samstarfið við Business Sweden var ákveðið sl. vor og við höfum verið að prófa það með nokkrum fyrirtækjum. Þjónusta sænsku markaðsstofunnar er frábær og gæðin mikil. Við getum heilshugar mælt með henni. Ég á von á að þetta fari vel af stað og spyrjist hratt út,“ segir Pétur.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK