Byggja gegnt Hvammsvík

Horft frá Hvammsvík. Sjá má glitta í Hvítanesið sem skagar …
Horft frá Hvammsvík. Sjá má glitta í Hvítanesið sem skagar út í fjörðinn. Morgunblaðið/Baldur Arnarson

Kjósarhreppur hefur auglýst nýtt deiliskipulag vegna jarðarinnar Hvítaness. Skipulagið vekur athygli en steinsnar frá hefur Skúli Mogensen og fjölskylda undirbúið uppbyggingu sjóbaða og selt lóðir undir frístundabyggð í Hvammsvík.

Jörðin Hvítanes var nýverið seld fjárfestum og baðst talsmaður þeirra, Árni Þór Birgisson, hjá BullHill Capital fjárfestum, undan viðtali að svo stöddu. Nýir eigendur hefðu enda ekki tekið endanlega ákvörðun um áformin í Hvítanesi.

Byggt á gamla bæjarstæðinu

Samkvæmt auglýstu deiliskipulagi áforma þeir annars vegar að reisa 250 fermetra hús þar sem eyðibýlið Hvítanes stóð áður fyrir miðri jörðinni. Hins vegar að heimila lóðir undir íbúðar- og gestahús, áhalda- og fjölnotahús og bryggju-/sjóbúðarhús til norðurs við ströndina.

Byggingar geti verið stakstæðar eða sambyggðar og er heildarstærð bygginga áætluð 1.500-1.700 m2. Þá eru uppi áform um skógrækt sem tvinna á saman við uppbyggingu jarðar og varðveislu minja.

Þekktir arkitektar

Fjárfestarnir hafa fengið tvær þekktar arkitektastofur, Arkþing Nordic ehf. og Glámu Kím, til að vinna skipulagið.

Landeigandi hyggst bora eftir heitu og köldu vatni á jörðinni en jarðhiti er í Hvammsvík. Jörðin er að mestu leyti óræktað beitarland en hún er alls 492 hektarar.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK