Nálgast milljón á mánuði

Meðallaun ríkisstarfsmanna eru nú 912 þúsund krónur á mánuði.
Meðallaun ríkisstarfsmanna eru nú 912 þúsund krónur á mánuði. Ljósmynd/Aðsend

Heildarlaun ríkisstarfsmanna eru nú 912 þús. að meðaltali á mánuði, án launatengdra gjalda. Af því leiðir að það kostar ríkið að meðaltali rúma milljón að ráða starfsmann.

Þetta má lesa úr tölum á vef fjármálaráðuneytisins en fjallað er um launaþróunina hjá ríkinu í ViðskiptaMogganum í dag.

Þar kemur meðal annars fram að heildarlaun þjóðkjörinna félaga í kjararáði hafa hækkað um 419 þúsund á mánuði frá árinu 2016 og að laun ljósmæðra hafa hækkað um 289 þúsund á sama tímabili. Af öðrum dæmum má nefna að lögreglumenn hafa nú nærri milljón í meðallaun.

Umfram lífskjarasamninga

Hinn 1. janúar næstkomandi verður síðasta launahækkunin í lífskjarasamningunum. Skýrsla kjaratölfræðinefndar bendir til að laun hjá sveitarfélögum hafi hækkað mun meira en hjá ríki og á almenna markaðnum og þar með umfram ákvæði lífskjarasamninganna.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka