Nálgast milljón á mánuði

Meðallaun ríkisstarfsmanna eru nú 912 þúsund krónur á mánuði.
Meðallaun ríkisstarfsmanna eru nú 912 þúsund krónur á mánuði. Ljósmynd/Aðsend

Heild­ar­laun rík­is­starfs­manna eru nú 912 þús. að meðaltali á mánuði, án launa­tengdra gjalda. Af því leiðir að það kost­ar ríkið að meðaltali rúma millj­ón að ráða starfs­mann.

Þetta má lesa úr töl­um á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins en fjallað er um launaþró­un­ina hjá rík­inu í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þar kem­ur meðal ann­ars fram að heild­ar­laun þjóðkjör­inna fé­laga í kjararáði hafa hækkað um 419 þúsund á mánuði frá ár­inu 2016 og að laun ljós­mæðra hafa hækkað um 289 þúsund á sama tíma­bili. Af öðrum dæm­um má nefna að lög­reglu­menn hafa nú nærri millj­ón í meðallaun.

Um­fram lífs­kjara­samn­inga

Hinn 1. janú­ar næst­kom­andi verður síðasta launa­hækk­un­in í lífs­kjara­samn­ing­un­um. Skýrsla kjara­töl­fræðinefnd­ar bend­ir til að laun hjá sveit­ar­fé­lög­um hafi hækkað mun meira en hjá ríki og á al­menna markaðnum og þar með um­fram ákvæði lífs­kjara­samn­ing­anna.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka