Líklegustu einhyrningarnir

Guðmundur Hafsteinsson og Guðmundur Kristjánsson á Slush.
Guðmundur Hafsteinsson og Guðmundur Kristjánsson á Slush.

Íslensku hug­búnaðarfyr­ir­tæk­in Luc­inity og Fractal 5 munu í dag kynna starf­semi sína á ný­sköp­un­ar­ráðstefn­unni Slu­sh í Hels­inki í Finn­landi. Slu­sh er ein stærsta ráðstefna af þessu tagi í Evr­ópu ár hvert.

Von er á tæp­lega níu þúsund gest­um en fjöld­inn er minni í ár vegna far­ald­urs­ins. Alla jafna sækja Slu­sh um tutt­ugu og fimm þúsund manns.

Hluti af Nordic Showca­se

Kynn­ing fyr­ir­tækj­anna tveggja er hluti af „Nordic Showca­se“, eða Nor­ræn­um vett­vangi, í laus­legri þýðingu. Tíu fyr­ir­tæki, tvö frá hverju Norður­land­anna, eru val­in inn í þann flokk á hverju ári. „Þetta eru þau fyr­ir­tæki í lönd­un­um fimm sem eru tal­in lík­leg­ust til að verða ein­hyrn­ing­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Haf­steins­son fram­kvæmda­stjóri Fractal 5 í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hug­takið ein­hyrn­ing­ur er notað um ung fyr­ir­tæki sem eru meira en einn millj­arður Banda­ríkja­dala að markaðsvirði, jafn­v­irði 130 ma. kr.

Breiðþotur leigðar und­ir gesti

Meðal fyr­ir­tækja sem áður hafa komið fram á Nordic Showca­se eru kennslu­fyr­ir­tækið Kahoot og danska leigu­bíla­fyr­ir­tækið Bolt. Bæði fé­lög­in eru í dag orðin stór­fyr­ir­tæki.

„Slu­sh er sam­komu­staður þar sem lít­il sprota­fyr­ir­tæki, stærri tæknifyr­ir­tæki, fjár­fest­ar og annað áhuga­fólk hitt­ist til að sjá það allra nýj­asta í heimi ný­sköp­un­ar,“ út­skýr­ir Guðmund­ur Haf­steins­son. „Oft hafa heilu breiðþot­urn­ar verið leigðar und­ir gesti sem fljúga inn víðs veg­ar að úr heim­in­um, úr öll­um heims­álf­um.“

Guðmund­ur Kristjáns­son seg­ir að hann og nafni hans muni kynna fyr­ir­tæki sín, vör­ur og framtíðar­sýn á Nor­ræna vett­vangn­um. „Yf­ir­skrift­in í ár er fyr­ir­tæki sem safnað hafa minna en tíu millj­ón­um dala í fjár­mögn­un, sem á við fyr­ir­tæki okk­ar beggja.“

Þeir nafn­arn­ir eru sam­mála um að það sé tals­verð upp­hefð í því fólg­in að vera vald­ir til að tala á ráðstefn­unni.

Spurður nán­ar um þýðing­una seg­ir Guðmund­ur Haf­steins­son að það sé mik­il­vægt að ná aug­um og eyr­um fjár­festa og annarra. „Við erum lítið sjö manna fyr­ir­tækið að þróa sam­skipta­lausn­ina Break. Ég mun bæði ræða þróun vör­unn­ar, hvernig Break auðveld­ar fólki að eiga raun­veru­leg sam­skipti við stærri hóp af fólki en áður, en einnig hvernig ég sé fyr­ir mér að sam­keppn­is­um­hverfið sé að breyt­ast. Í leiðinni ætl­um við að setja í loftið nýja út­gáfu af app­inu okk­ar, sem hægt er að sækja í snjallsím­ann á break.is frá og með deg­in­um í dag. Mark­miðið er að koma okk­ur á kortið og halda svo áfram til sókn­ar.“

Finna framtíðar­starfs­fólk

Guðmund­ur Kristjáns­son seg­ir að mark­mið hans sé að ná at­hygli nýrra fjár­tæknifyr­ir­tækja. „Það er mikið að ger­ast í fjár­tækni­heim­in­um og hundruðir nýrra fyr­ir­tækja að verða til á hverju ári. Á ráðstefn­unni verða marg­ir full­trú­ar slíkra fyr­ir­tækja og við vilj­um ná í gegn hjá þeim.“

Einnig von­ast Guðmund­ur til þess að ná at­hygli fjár­festa og framtíðar­starfs­fólks. „Við erum alþjóðlegt fyr­ir­tæki sem þurf­um gott starfs­fólk víða um heim. Slu­sh er mjög góður vett­vang­ur til að ná til þess.“

Blaðamaður biður nafn­ana að út­skýra hvaða vör­ur og þjón­ustu Luc­inity og Fractal 5 bjóða upp á. Guðmund­ur Haf­steins­son verður fyrri til svars. „Fyr­ir­tækið er stofnað í upp­hafi far­ald­urs­ins. Ég og meðstofn­andi minn, Björg­vin Guðmunds­son, fór­um að velta fyr­ir okk­ur hvernig við töl­um við annað fólk og höld­um sam­bandi við það í miðjum sam­komutak­mörk­un­um, þegar fé­lags­líf­inu hef­ur verið kippt frá okk­ur. Við velt­um fyr­ir okk­ur hvernig vin­ir, sam­starfs­fólk eða fjöl­skylda ættu að geta hist án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar, eiga óform­leg sam­skipti og hvernig maður gæti rek­ist á fólk sem maður þekkti án þess að það þyrfti mikla skipu­lagn­ingu, mörg texta­skila­boð, sím­töl eða senda eitt­hvað sem líkt­ist form­legu fund­ar­boði. Þó að það séu til ýms­ir sam­fé­lags­miðlar þá fannst okk­ur vanta miðil mitt á milli þess að senda beint skila­boð á fólk eða á alla vini á sam­fé­lags­miðlum. Við vilj­um kalla okk­ur „Social life“ en ekki „Social media“, því þar er þitt raun­veru­lega fé­lags­líf eins og þú upp­lif­ir á kaffi­hús­inu.“

Guðmund­ur seg­ir að til dæm­is geti maður gefið mennta­skóla­vin­um, vinnu­fé­lög­um og fleiri hóp­um merki um að vilja hitta þá. „Ein­hver rétt­ir þá upp hönd ef hann er til í spjall. Break bæt­ir fé­lags­líf fólks og þú get­ur auðveld­lega fylgst með hvað er að ger­ast í þínum vina­hóp­um og meldað þig með ef þú hef­ur tíma og áhuga.“

Á blúss­andi sigl­ingu

Luc­inity á sér lítið eitt lengri sögu en Fractal 5 eins og Guðmund­ur Kristjáns­son út­skýr­ir. Fyr­ir­tækið fram­leiðir gervi­greind­ar­hug­búnað sem hjálp­ar fyr­ir­tækj­um að berj­ast gegn pen­ingaþvætti. „Við erum á blúss­andi sigl­ingu. Ég var einn árið 2019 en nú eru starfs­menn orðnir 48. Við erum kom­in með fjölda þekktra viðskipta­vina og erum að fara að til­kynna um enn fleiri á næst­unni. Einn af stóru viðskipta­vin­un­um sem bætt­ust við ný­verið er Cur­rencycloud sem greiðslumiðlun­ar­fyr­ir­tækið Visa keypti á dög­un­um á einn millj­arð Banda­ríkja­dala.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK