Advania hefur keypt breska upplýsingatæknifélagið Content+Cloud af ECI partners og öðrum hluthöfum.
Með kaupunum er horft til þess að sérþekking C+C af skýjaþjónustum Microsoft efli Advania verulega og geri félaginu kleift að styðja viðskiptavinavini enn betur á stafrænni vegferð.
Eru þetta fyrstu kaup Advania á félögum utan Norðurlanda, að því er segir í tilkynningu.
Hjá Content+Cloud starfa um 800 manns.
Sameinað félag mun velta yfir 150 milljörðum íslenskra króna. Starfsfólk verður um 3.500 með sérþekkingu á upplýsingatækni og þjónustu við viðskiptavini á Norðurlöndum og Bretlandi.
Content+Cloud er stærsti sjálfstæði þjónustuaðili Microsoft í Bretlandi og einn öflugasti aðilinn á þessu sviði í Norður-Evrópu.
Innan raða sameinaðs félags eru 10 einstaklingar sem valdir hafa verið af Microsoft sem Most Valuable Professional og búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Microsoft-lausnum.
Mikael Noaksson gegnir áfram starfi forstjóra Advania-samsteypunnar. Búist er við að viðskiptin verði frágengin fyrir áramót.