Allt að 130 milljarða virði

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis. Ljósmynd/Kerecis

Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis verður skráð á markað í Svíþjóð eða Bandaríkjunum á næstunni. Þetta staðfestir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi þess. Hann er gestur í Dagmálum í dag þar sem hann ræðir sögu fyrirtækisins og framtíðaráætlanir þess.

Á föstudag í liðinni viku boðaði Kerecis hluthafa á trúnaðarfund á Hilton Reykjavik Nordica þar sem framtíðaráætlanir þess voru kynntar. Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé mat ráðgjafa og stjórnar að fyrirtækinu verði fleytt á markað á grundvelli verðmats sem er á milli 600-700 milljónir dollara, jafnvirði 80-90 milljarða króna.

Að sögn Guðmundar hafa fyrirtæki sem eru áþekk og Kerecis og eru í góðum rekstri í nokkur ár verið metin í kauphöll á einn milljarð dollara, jafnvirði 130 milljarða króna. Er þá litið til fyrirtækja á sama markaði sem búa yfir sömu vaxtarmöguleikum og Kerecis.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK