Evergrande í greiðsluþrot

Evergrande á fjölmargar eignir í yfir 280 borgum í Kína.
Evergrande á fjölmargar eignir í yfir 280 borgum í Kína. AFP

Kínverski fasteignarisinn Evergrande er kominn í greiðsluþrot með milljarða dala skuldir eftir mánaða langa óvissu um framtíð fyrirtækisins.

Einskonar kreppa hefur ríkt á fasteignamarkaði í Kína eftir að stjórnvöld gripu inn í mikla útþenslu markaðar og aukna skuldsetningu almennings vegna fasteignakaupa. 

Evergrande er faseignafélag með eignir í yfir 280 borgum í Kína. Aðgerðir stjórnvalda hafa bitnað hvað verst á fyrirtækinu sem skuldar hundruð milljarða bandaríkjadala og hafa í nokkra mánuði verið í vandræðum með að standa skil á vaxtargreiðslum skuldabréfa á gjalddaga. Félagið hefur þannig við á barmi greiðsluþrots í fleiri skipti en hingað til ávallt bjargað sér á elleftu stundu. 

Í dag staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch ratings að til greiðsluþrots hafi komið hjá félaginu þar sem félaginu tókst ekki að standa skil á 1,2 milljarða dala vaxtargreiðslu á skuldabréfum. Fitch ratings lækkaði lánshæfismat félagsins í ruslflokk.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK