Mikil framþróun í smíði vetnisvéla

Toyota BZ4X er afar rennilegur bíll og byggður á nýjum …
Toyota BZ4X er afar rennilegur bíll og byggður á nýjum undirvagni sem þjóna mun sem grunnur að allri BZ-fjölskyldunni. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og mun án efa falla í kramið hjá landsmönnum.

Þjóðir sem búa yfir miklum möguleikum til raforkuframleiðslu munu standa betur að vígi en aðrar þegar kemur að hagnýtingu vetnis sem orkugjafa. Sérfræðingar telja fyrirbærið einn af lyklunum að kolefnishlutlausu samfélagi framtíðarinnar, ekki síst vegna þeirra eiginleika sem gera vetnið betur nýtilegt í samgöngum en hreint rafmagn.

Eitt af þeim risafyrirtækjum sem veðjað hafa á nýja vetnisöld er japanski bílasmiðurinn Toyota. Í liðinni viku stóð fyrirtækið fyrir ráðstefnu í Brussel þar sem kynntar voru nýjungar á sviði vetnistækninnar en þar var einnig fjallað um nýjan rafbíl sem fyrirtækið mun setja á markað innan tíðar.

Sumir segja að japanski risinn sé vaknaður af værum blundi en lengi hafa menn beðið þess að fyrirtækið sem setti tvinn-bílinn Prius á markað árið 1997 myndi hella sér af fullu afli út í kapphlaupið um 100% orkuskipti í samgöngum.

Spár Toyota gera ráð fyrir að lönd á borð við Noreg og Ísland muni á fáum árum horfa upp á algjör orkuskipti, en þau munu ekki eiga sér stað án aðkomu vetnistækninnar. Evrópusambandið hefur lagt fram áætlun um uppbyggingu vetnisinnviða á þjóðbrautum álfunnar.

Hér á landi virðist dýpra á stóru áætluninni í þeim efnum sem verður að teljast undarlegt í ljósi þess að fáar þjóðir eru í öðru eins færi á 100% orkuskiptum og Íslendingar. Vetnið mun m.a. leika lykilhlutverk við að losa sjávarútveginn úr klóm olíuiðnaðarins.

Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK