Opna hótel og mathöll í Hveragerði

Valgarð Sörensen og Brynjólfur J. Baldursson fyrir framan móttökuna á …
Valgarð Sörensen og Brynjólfur J. Baldursson fyrir framan móttökuna á hótelinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins í Hveragerði, segir opnun hússins marka tímamót í ferðaþjónustu á Suðurlandi og raunar í íslenskri ferðaþjónustu. Þar sé fjölbreyttari þjónusta en ferðamenn eigi að venjast á einum stað. Jafnframt sé með Gróðurhúsinu innleitt nýtt rekstrarform í hótel- og verslunarrekstri á Íslandi.

Glerskáli á suðurenda byggingarinnar hleypir birtu í húsið.
Glerskáli á suðurenda byggingarinnar hleypir birtu í húsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gróðurhúsið er þriggja hæða bygging á horni Breiðumarkar og Austurmarkar, gegnt Hótel Örk. Framkvæmdir hófust í byrjun árs 2020 og var húsið formlega opnað á fimmtudag. Arkitekt er Kári Eiríksson.

Gufa og heitir pottar

Á hótelinu, The Greenhouse hotel, eru 49 herbergi. Þau eru á annarri og þriðju hæð hússins en á norðurhlið 3. hæðar verður aðstaða fyrir gesti til að slaka á í gufu og heitum pottum. Á suðurhliðinni eru svalir með útsýni yfir Kambana og Suðurland og undir þeim glerskáli sem hleypir birtu í mathöllina.

Rut Káradóttir arkitekt og maður hennar Kristinn Arnarson reka ísbúðina.
Rut Káradóttir arkitekt og maður hennar Kristinn Arnarson reka ísbúðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við skilgreinum The Greenhouse Hotel sem lífsstílshótel en það sker sig frá hótelum sem rekin eru af stærri keðjum,“ segir Brynjólfur. „Hótelið hentar Íslendingum jafnt sem erlendum ferðamönnum. Höfuðborgarbúar eru aðeins 30 mínútur að komast í stemninguna og erlendir gestir eru stutt frá Keflavíkurflugvelli og héðan er tilvalið fyrir þá að ferðast um landið. Við leggjum áherslu á sjálfbærni og erum að vinna í BREEAM-vottun á húsið en Mannvit eru ráðgjafar okkar við þá vinnu, ásamt því að sjá um alla verkfræðihönnun,“ segir Brynjólfur.

Á jarðhæð Gróðurhússins er mathöll með fimm veitingastöðum: Hipstur, Yuzu Burgers, Taco-vagninum, Punk Fried Chicken og Wok on. Þar er jafnframt Nýlendubar Kormáks og Skjaldar en gestir hans munu geta notið góðra veiga á jarðhæð, í setustofu á annarri og þriðju hæð og á suðursvölunum.

Verslanir, ísbúð og kaffihús

Á jarðhæð í norðurendanum eru verslun Epal, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og verslun Álafoss. Þar er jafnframt ísbúðin Bongó, kaffihúsið The Greenhouse Café og matarmarkaðurinn Me & Mu. Markaðurinn verður með vörur beint úr héraði og stendur til að hafa útimarkað á sumrin. Þá sjá starfsmenn garðyrkjustöðvarinnar Flóru í Hveragerði um gróður og plöntur.

Gestir Nýlendubarsins geta fengið sér sæti á miðhæðinni og notið …
Gestir Nýlendubarsins geta fengið sér sæti á miðhæðinni og notið umhverfisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Loks verður verslun fyrir ferðamenn í kjallaranum, Shop Icelandic, sem heyrir líkt og Álafoss undir Nordic Store-keðjuna. Þá verður þar salernisaðstaða og spilakassar sem vekja minningar frá Eden.

Sá að umferðin hafði aukist

Valgarð Sörensen er einnig meðal eigenda Gróðurhússins en hann er reyndur veitingamaður. Valgarð kveðst hafa fengið hugmyndina eftir að hafa dvalið nokkur ár í London við að setja ásamt öðrum Hamborgarabúllu Tómasar á legg en hann festi ásamt meðfjárfestum kaup á lóðinni árið 2018.

Kormákur Geirharðsson hugar hér að fataverslun sinni í Gróðurhúsinu.
Kormákur Geirharðsson hugar hér að fataverslun sinni í Gróðurhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tók eftir því þegar ég flutti heim frá London að umferðarflæðið um Kambana hafði stóraukist. Mun fleiri ferðamenn voru á ferðinni og þá fór hugmyndin að fæðast,“ segir Valgarð sem kveðst hafa átt góðar minningar frá Eden. Hugmyndin hafi verið að skapa áfangastað með ýmissi þjónustu sem höfðaði til innlendra og erlendra ferðamanna, höfuðborgarbúa, sumarhúsafólks og íbúa á svæðinu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 9. desember.

49 hótelherbergi eru í Gróðurhúsinu.
49 hótelherbergi eru í Gróðurhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gróðurhúsið.
Gróðurhúsið. Eggert Jóhannesson
Gróðurhúsið.
Gróðurhúsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK