Betra bak í útrás með íslensku inniskóna Kosy

Á eftir bókum eru inniskór vinsælasta jólagjöf í heimi, segir …
Á eftir bókum eru inniskór vinsælasta jólagjöf í heimi, segir Lárus. Eggert Jóhannesson

Rúmaverslunin Betra bak hefur hafið sölu á íslensku heilsuinniskónum Kosy sem hannaðir eru af Lárusi Gunnsteinssyni. Skórnir eru framleiddir fyrir Betra bak í Serbíu og eru með níu svæða nuddinnleggi.

Lárus, sem er menntaður bæklunarskósmiður, segir í samtali við Morgunblaðið að í skóhönnun þurfi allt að vera á réttum stað. „Það eru 26 bein í fætinum fyrir neðan ökkla, einn fjórði af beinum líkamans,“ útskýrir Lárus. „Æðarnar í líkamanum eru smæstar lengst frá hjartanu, þ.e. í tánum, og því þarf að tryggja gott blóðflæði þangað, annars kólnar fólki á fótunum. Ef nuddpunktarnir eru á réttum stað eins og í þessum skóm hafa þeir einmitt áhrif á blóðflæðið og skapa þægindatilfinningu.“

Tveir hringir kringum jörðina

Skórnir eru leðurklæddir að innan. „Leður dregur í sig raka en andar stöðugt og heldur rakanum ekki í sér. Það þýðir að það kemur síður sveppamyndun og vond lykt.“

Skórnir eru í ýmsum litum.
Skórnir eru í ýmsum litum. Eggert Jóhannesson

Lárus segir að sólinn sé úr hæfilega mjúku efni. „Hver einasti maður gengur 450 skref á klukkutíma og 112-115 þúsund kílómetra um ævina, eða 1,5-2 hringi í kringum jörðina. Það skiptir því höfuðmáli að vera með góðan skóbúnað og hugsa fram í tímann í þeim efnum.“

Lárus segir að skórnir séu sérsniðnir að hinum norðurevrópska fæti, sem sé þykkari en sá suðurevrópski.

Ullin gefur hitatemprun

Í skónum er merinóull frá Nýja-Sjálandi. „Hún er með svipaða eiginleika og íslenska ullin. Hún hrindir frá sér raka og hefur hitatemprun. Ef maður ert fótheitur dregur hún úr hitanum en heldur á manni hita ef maður er fótkaldur.“

Undirbúningur Kosy-vörulínunnar hefur tekið þrjú ár að sögn Lárusar. Hann segir að Serbar séu þekktir fyrir gott handverk, einkum í kuldaskóm, sandölum og inniskóm.

Lárus segir stefnt að útrás með skóna. Sala er hafin í Belgíu og Lúxemborg og Frakkland fylgi í kjölfarið.

Skórnir koma í ýmsum litum. „Þetta verður heil vörulína. Við ætlum að verða stórir á þessum heilsuskómarkaði.“

Búið er að skrá vörumerkið í Bretlandi að sögn Lárusar og markaðssetning á netinu er sömuleiðis komin í fullan gang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK