Volvo undir árás tölvuþrjóta

Tölvuþrjótar stálu gögnum úr rannsóknar og greiningardeild Volvo í dag.
Tölvuþrjótar stálu gögnum úr rannsóknar og greiningardeild Volvo í dag. AFP

Sænski bifreiðaframleiðandinn Volvo hefur tilkynnt að hann hafi orðið fyrir tölvuárás í dag. Tölvuþrjótar stálu gögnum úr rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að „fyrirtækið sé meðvitað um að þriðji aðili hafi með ólöglegum hætti komist inn í einn af gagnabönkum fyrirtækisins“. Fyrirtækið rannsakar nú málið en staðfestir engu að síður að takmörkuðu magni gagna úr rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins hafi verið stolið.

Þrátt fyrir að starfsemi fyrirtækisins gæti orðið fyrir einhverjum skaða vegna árásarinnar segir í tilkynningunni að sennilegast hafi árásinn „engin áhrif á öryggi bíla eða persónuleg gögn eigenda Volvo-bíla“.

Volvo sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Geely vinnur nú að því að rafvæða bílaflotann sinn fyrir árið 2030. Fyrirtækið neitaði í dag að svara frekari fyrirspurnum um árásina en hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um 1,7% prósent á hlutabréfamarkaði í Svíþjóð í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK