58% stjórnarformanna orkufyrirtækja eru konur

Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna …
Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti. AFP

Hlutfall kvenkyns stjórnarformanna hefur farið úr 25% í 58% á aðeins fjórum árum í orkugeiranum á Íslandi. Þá hefur hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra hækkað um 10% á tveimur árum og er nú 46%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum sem var gefin út í dag.

Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti. Skýrslan, sem unnin er af EY, varpar ljósi á stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi, sem löngum hefur verið karllægur. Það er þó að breytast, að því er segir í tilkynningu. 

Í henni kemur meðal annars fram að á tveimur árum hefur kvenkyns framkvæmdastjórum í orkugeiranum fjölgað um 10% og að 58% stjórnarformanna orkufyrirtækja eru nú konur.

Hlutfall kvenna í stöðum forstjóra, deildarstjóra og meðstjórnenda lækkar og aðeins ein kona er forstjóri í orkufyrirtæki á Íslandi, en á sama tíma fjölgar konum í almennum stöðugildum í orkugeiranum og er nú 27%. Ákvörðunarvald liggur hjá konum í 36% tilfella í orkugeiranum hér á landi, samanborið við 30% í fyrstu skýrslunni sem kom út, segir ennfremur.

Skýrslan, sem nú kemur út í þriðja sinn verður kynnt í Grósku kl. 15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK