Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.
Þetta var tilkynnt til Kauphallar Íslands í gær.
Gróa hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 og gegndi þar ýmsum störfum, m.a. sem yfirlögfræðingur þess. Árið 2019 tók hún sæti í framkvæmdastjórn.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, þakkar henni í tilkynningunni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.