Ný og endurbætt lopapeysa

Ágúst Þ. Eiríksson.
Ágúst Þ. Eiríksson.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Ágúst Þór Eiríksson eigandi Icewear skuli hafa ákveðið að hefja framleiðslu og sölu á útivistarfötum fóðruðum með íslenskri afgangsull en Ágúst hefur verið viðloðandi ull allan sinn starfsferil.

Fatnaðinn má nú finna í Icewear-verslununum, nítján að tölu, og í netverslun fyrirtækisins. Fatalínan samanstendur af ullarúlpum, ullarjökkum, ullarvestum, ullarbuxum og aukahlutum.

Ágúst lýsir fatnaðinum sem hinni nýju og endurbættu lopapeysu. „Þetta er náttúrlega miklu betri flík en lopapeysan því það næðir ekki í gegnum hana.

Þótt við höfum farið í ýmsar vegferðir í gegnum tíðina höfum við alltaf litið á íslensku ullina sem hornstein í starfseminni.“

Eins og Ágúst útskýrir þá komst hann að því á vörusýningu erlendis fyrir þremur árum að byrjað var að nýta ull sem fóður. „Ég hugsaði með mér að við gætum gert þetta með íslensku ullina. Í dag eru ekki nema 30% íslensku ullarinnar hagnýtt; hvíta ullin sem notuð er í lopaband. Öll hin ullin er nánast verðlaus og hefur verið nýtt í ódýra vinnslu, eins og teppaband.“

Nýta alla ull

Hann segir að hugmyndin um að nýta íslensku ullina í fóður þýði að hægt sé að nýta alla ull, engu skipti hvaða litur er á henni. Að auki sé um umhverfisvæna framleiðslu að ræða því hingað til hafa útivistarflíkur einkum verið fóðraðar með plastefni eins og pólýester eða næloni. „Það kostar fimm lítra af olíu að framleiða eitt kíló af næloni og eitt kíló af pólýester er sama og fjórir lítrar af olíu.“

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptamogganum sem kom út í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK