Play til Boston og Washington

Flugvél Play.
Flugvél Play. Ljósmynd/Aðsend

Flugfélagið PLAY hefur í dag miðasölu á flugi til Boston og Washington D.C. í Bandaríkjunum.

Fyrsta flugið til Washington verður 20. apríl á næsta ári og 11. maí til Boston. PLAY mun fljúga til Logan-flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International-flugvallar á milli Baltimore og Washington D.C.

Flugfélagið hefur fengið öll tilskilin leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna frá bandarískum flugmálayfirvöldum, að því er segir í tilkynningu.

Fram kemur að áfanginn sé afar þýðingamikill fyrir flugfélagið. Nú taki við næsti kafli í sögu þess með því að bæta við tengifarþegum yfir Atlantshafið og stækka markaðssvæðið.  Í vor verður hægt að fljúga með tengiflugi á milli áfangastaða í Bandaríkjunum, og Parísar, Berlínar, London, Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel, Stafangurs, Þrándheims og Gautaborgar í Evrópu.

Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári.

PLAY mun notast við sex nýjar Airbus A320neo og A321neo flugvélar næsta sumar.

„Það er hreint út sagt magnað að horfa upp á árangur PLAY nú þegar við höfum náð markmiði okkar um að hefja sölu á flugi til Bandaríkjanna. Síðustu mánuðir hafa verið virkilega krefjandi á þessum óvissutímum sem stafa af kórónuveirufaraldrinum og við værum aldrei komin á þennan stað nema með ótrúlegu baráttuþreki starfsfólks PLAY sem hefur aldrei látið deigan síga. Þá er ég afskaplega stoltur af því að áætlanir um stækkun leiðakerfis okkar hafi gengið upp í þessu árferði,“ segir Birgir Jónsson forstjóri PLAY, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK