Rannsókn á Procar- og Skeljungsmálinu lokið

Ákæruvaldið hefur nú mál Skeljungs og Procar á sínu borði.
Ákæruvaldið hefur nú mál Skeljungs og Procar á sínu borði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á bæði Procar- og Skeljungmálinu er lokið. Málin tvö eru komin til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um hvort að ákært verði. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson Héraðssaksóknari í samtali við mbl.is, en Kjarninn greindi fyrst frá málinu.

Ólafur segir Skeljungmálið vera gríðarlega umfangsmikið og því megi vænta að lengri tími verði tekinn í að ákvarða hvort ákært verði í því máli en í Procar-málinu.

Procar-málið snýst í grunnin um það að snemma árs 2019 viður­kenndu for­svars­menn bíla­leig­unn­ar Procar að þeir hefðu skrúfað kerf­is­bundið niður kíló­metra­telj­ara í bíl­um sín­um þegar þeir voru sett­ir í sölu.

Skeljungsmálið snýst um kaup á Skeljungi árið 2010. Árið 2018 var greint frá því að meðal þess sem rann­sókn héraðssak­sókn­ara bein­dist að var með hvaða hætti for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins greiddu fyr­ir 49% hlut í fyr­ir­tæk­inu árið 2010. Sömuleiðis hvort veð Íslands­banka gagn­vart skuld­um eign­ar­halds­fé­lags­ins Skel In­vest­ment hafi verið rýrð með óeðli­leg­um hætti í aðdrag­anda þess að það fór í þrot. 

Þá var einnig til rannsóknar með hvaða hætti fyrr­ver­andi starfs­menn Íslands­banka sem komið höfðu að sölu Skelj­ungs, þau Ein­ar Örn Ólafs­son, sem árið 2009 tók við starfi for­stjóra Skelj­ungs, Halla Sigrún Hjart­ar­dótt­ir og Kári Þór Guðjóns­son, eignuðust árið 2011 hvert um sig 22% hlut í fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/​F Magn sem Guðmund­ur og Svan­hild­ur Nanna höfðu átt að fullu frá ár­inu 2009, en Guðmundur og Svanhildur Nanna voru einnig kaupendur Skeljungs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK