Tollverndinni verði breytt

Íslensk paprika.
Íslensk paprika. mbl.is/​Hari

Bændasamtök Íslands leggja til við Alþingi að tímabil tollverndar á útiræktuðu grænmeti á næsta ári verði stytt eða því hnikað til. Ástæðan er sú að óvíst er að framboð grænmetis verði nægt vegna veðuraðstæðna í sumar. „Rigningin á Suðurlandi fer ekki eftir einhverjum lagatexta,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.

Þarf meiri sveigjanleika

Tímabil tollverndar og tollkvótar voru fastsett í lögum sem samþykkt voru í lok árs 2019. Gunnar segir að uppskera sé breytileg og meiri sveigjanleika þurfi en lögin bjóði upp á. Nú séu horfur á að ekki náist að framleiða nægilegt grænmeti og kartöflur til að fylla upp í þau tímabil sem frátekin eru fyrir innlenda framleiðslu. Því veldur meðal annars kartöflumygla sem herjaði á mikilvægt kartöfluræktarsvæði í sumar.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK