Englandsbanki hækkar stýrivexti upp í 0,25%

AFP

Peningastefnunefnd Englandsbanka hefur ákveðið að hækka stýrivexti í Bretlandi um 0,15 prósentur og að meginvextir bankans verði eftir það 0,25%. Fór atkvæðagreiðsla í nefndinni átta gegn einu atkvæði.

Höfðu margir sérfræðingar spáð því að bankinn myndi halda að sér höndum og stýrivöxtum óbreyttum, ekki síst vegna hraðrar útbreiðslu nýs Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Ákvörðun bankans hafði strax áhrif á skuldabréfmörkuðum í Evrópu. Þannig hækkaði ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum í Bretlandi nokkuð og hið sama var uppi á teningnum með 10 ára skuldabréf þýska ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK