Icelandair skiptir um ham

Útlit véla Icelandair mun taka miklum beytingum.
Útlit véla Icelandair mun taka miklum beytingum. Tölvuteikning/Icelandair Group

Í byrj­un næsta árs mun út­lit flug­véla­flota Icelanda­ir taka að breyt­ast mjög frá því sem fólk á nú að venj­ast. Þetta staðfest­ir Gísli S. Brynj­ólfs­son, for­stöðumaður markaðsmá­la hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann hef­ur frá ár­inu 2019 leitt vinnu sem miðað hef­ur að því að end­ur­skoða og bæta vörumerki Icelanda­ir sem án nokk­urs vafa er í hópi hinna allra þekkt­ustu meðal ís­lenskra fyr­ir­tækja, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Gyllti lit­ur­inn sem verið hef­ur ráðandi í öllu markaðsefni fyr­ir­tæk­is­ins, ásamt blá­um og hvít­um frá ár­inu 2006, mun nú hverfa á braut og þess í stað verður meiri áhersla lögð á nokkuð fjöl­breytta lita­flóru sem Gísli seg­ir að sé sótt í ís­lenska nátt­úru, ekki síst fjöl­skrúðug norður­ljós­in. „Við telj­um að sú nálg­un und­ir­striki þann fjöl­breyti­leika sem Ísland og ís­lenskt sam­fé­lag stend­ur fyr­ir. Við unn­um einnig grein­ingu á því hvar flug­fé­lög staðsetja sig á lita­kort­inu og flest eru annaðhvort rauð eða blá. Al­geng­ara er að lággjalda­fé­lög­in séu í rauðu en hin í bláu. Með því að nýta fleiri liti ger­um við okk­ur kleift að draga okk­ur út úr hópn­um og vekja verðskuldaða at­hygli.“

Bend­ir Gísli á að það verði ekki síst gert í stél­máln­ingu vél­anna. Stél­in verði öll prýdd hinu ein­faldaða nýja merki sem sé hvítt á blá­um grunni en að aft­an við merkið komi svo litarönd sem verði mis­mun­andi eft­ir vél­um.

„Við stefn­um á að nota um það bil sex liti á vél­un­um og þetta verður skemmti­legt, ekki síst þar sem marg­ar vél­ar koma sam­an. Einnig sjá­um við fyr­ir okk­ur að tengif­arþegar veiti því at­hygli þegar þeir skipta úr til dæm­is bleikri vél í græna.“

Það eru ekki aðeins vél­arn­ar sem skipta um bún­ing. Markaðsefnið ger­ir það í meg­in­at­riðum. Ekki síst til að mæta breyttri miðlun síðustu ára.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka