Advania hefur keypt norska netöryggisfyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en ekki er gefið upp kaupverð á Painkiller.
Kaupin á Painkiller gera Advania enn betur í stakk búið til þess að gæta hagsmuna viðskipavina sinna, segir í tilkynningunni.
Nítján öryggissérfræðingar starfa hjá Painkiller.