„Þessi markaður er að stækka á ágætum hraða. Bæði ef við lítum til fjölda útgefenda og í umfangi. Verulegur hluti er að koma inn í formi sjálfbærra skuldabréfa og margir útgefendur eru að nota skuldabréfamarkaðinn til þess að greiða upp eldri flokka og aðra bankafjármögnun.“ Þetta segir Arnar Geir Sæmundsson sem starfar hjá fyrirtækjaráðgjöf Fossa markaða, en fyrirtækið heldur utan um fleiri útgáfur skráðra skuldabréfa en nokkuð annað fjármálafyrirtæki hér á landi.
„Ástæðan fyrir þessari þróun, að mínu mati, er einfaldlega sú að aðstæður fyrir útgefendur, þ.e. lántaka, eru sögulega góðar núna. Bæði eru vextir lágir og álag á fyrirtækjabréf miðað við ríkisskuldabréf hefur einnig lækkað talsvert á síðustu mánuðum.“ Viðurkennir Arnar Geir að staðan hafi verið snúin í upphafi kórónuveirufaraldursins en staðan hafi snúist hratt í jákvæða átt.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.