Yfir 300 skráð sig í forsölu í Vogabyggð

Þorvaldur Gissurarson.
Þorvaldur Gissurarson.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, sér enn sem komið er ekki vísbendingar um að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi dregið úr spurn eftir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Tilefnið er að í kjölfar síðustu vaxtahækkana 17. nóvember spáði Þorvaldur því að vaxtahækkanir myndu með tímanum hafa áhrif á eftirspurnina. Seðlabankinn hækkaði meginvexti um hálft prósentustig í síðustu lotu og hafa vextirnir verið hækkaðir úr 0,75% í 2% á þessu ári.

Drög að byggð við Arkarvog í Vogabyggð í Reykjavík. Brúin …
Drög að byggð við Arkarvog í Vogabyggð í Reykjavík. Brúin er risin. Teikning/ONNO

Allar íbúðirnar seldar

Eftir að viðtalið birtist hefur ÞG Verk selt allar óseldar íbúðir í Vogabyggð og skráð, að sögn Þorvaldar, á fjórða hundrað manns í forsölu vegna næsta áfanga sem fer í sölu í vor. Það er, að hans sögn, metfjöldi íbúða sem ÞG Verk hefur skráð í forsölu. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK