Icelandair hækkar talsvert í miklum viðskiptum

Hart er í ári hjá flugfélögum víða um heim. Icelandair …
Hart er í ári hjá flugfélögum víða um heim. Icelandair hefur þó verið á nokkru flugi í Kauphöllinni undanfarnar vikur. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf Icelandair Group hafa verið á talsverðu flugi í Kauphöll Íslands það sem af er degi og nemur hækkunin um 3,7%. Lífleg viðskipti hafa verið með félagið.

Þannig nam veltan í hádeginu tæpum 850 milljónum króna.

Ekkert félag hefur hækkað meira í Kauphöllinni það sem af er degi en Skeljungur hefur hækkað um 2,1% í óverulegum viðskiptum. Mest velta er með bréf Arion banka og nemur hún tæpum milljarði og hefur hlutabréfaverð í bankanum hækkað um 0,7% í viðskiptum dagsins.

Síðastliðinn mánuð hafa hlutabréf í félaginu hækkað um 13,4%. Síðastliðna viku nemur hækkunin 5,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK