Íslenska hjólafyrirtækið Lauf forks hf. hefur lokið 270 milljóna króna hlutafjáraukningu en KPMG var ráðgjafi í ferlinu. Styrkja á hluthafahópinn og kemur aukningin að mestu frá nýjum hluthöfum.
Eftir viðskiptin er verðmæti félagsins áætlað þrír milljarðar.
Benedikt Skúlason og Guðberg Björnsson stofnuðu Lauf forks hf. árið 2011 en Guðberg sagði skilið við fyrirtækið í fyrra.
Benedikt er nú stærsti hluthafinn en Nýsköpunarsjóður annar stærsti hluthafinn.
Fyrirtækið var stofnað í kringum uppfinningu á hjólagaffli sem fór á markað árin 2013 og 2014.