Rannsóknarfyrirtækin Maskína og MMR munu sameinast 1. janúar undir hatti Maskínu.
„Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu“ er haft eftir Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóri Maskínu, í tilkynningu.
Þóra stofnaði, ásamt Þorláki Karlssyni, Maskínu árið 2010 og Ólafur Þór Gylfason stofnaði MMR fyrir 15 árum síðan og verður hann sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Maskínu.
„Maskína mun bjóða upp á markaðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjölbreyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir,“ segir í tilkynningunni.