Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember. Alls bárust níu tilkynningar um hópuppsagnir í fyrra þar sem 497 manns var sagt upp störfum.
Þetta er töluvert minna en árið 2020 þegar 8.789 manns misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins.
Flestir sem misstu vinnuna í fyrra störfuðu í flutningum eða 253 og þar á eftir 84 sem störfuðu hjá fiskvinnslu.
Ef litið er til landshluta þá var langmest um hópuppsagnir á höfuðborgarsvæðinu í fyrra eða 77,5%. Næst flestar voru á Suðurnesjum eða um 10,5%.