Kia tekur forystu á fólksbílamarkaði í fyrsta sinn

Kia-húsið við Krókháls.
Kia-húsið við Krókháls.

Bílaumboðið Askja nýskráði 1.826 fólksbíla frá framleiðandanum Kia í fyrra. Var það 36 fólksbílum fleiri en Toyota sem nýskráði 1.790 slíka bíla. Með þessu var rofin ríflega þriggja áratuga forysta japanska bílaframleiðandans og umboðsaðila hans hér á landi, sem hefur verið gríðarlega sterk. Mest fór markaðshlutdeild fyrirtækisins í 28% árið 2006 og hlýtur að teljast með því mesta sem eitt tiltekið bílamerki nær á einum og sama markaði.

Þegar sölutölur nýliðins árs lágu fyrir og Bílgreinasambandið hafði birt þær að morgni nýársdags tóku bílaumboðin hvert um sig að túlka tölurnar eftir sínu nefi. Um hádegisbil, fyrsta dag ársins, sendi Toyota frá sér fréttatilkynningu þar sem forysta merkisins á íslenska markaðnum var ítrekuð: „Toyota söluhæsti bíllinn 32. árið í röð“ sagði í tilkynningunni. Í þeim tölum sem þar var miðað við voru samandregnar sölutölur fólksbíla og sendiferðabíla. Að teknu tilliti til þeirra seldi Toyota 2.013 bíla. Askja flytur hins vegar ekki inn sendiferðabíla undir merkjum Kia.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK