Íslenska fraktflutningafyrirtækið Bluebird Nordic hefur gert þrjá leigusamninga á Boeing 777-300ER-breiðþotum, sem eru stærstu tveggja hreyfla vélar í heimi. Fyrir rekur félagið mun minni Boeing 737-vélar.
„Virði leigusamninganna hleypur á hundruðum milljóna dollara. Bláfugl einn og sér hefði ekki ráðist í þessa fjárfestingu, en með aðstoð móður- og systurfélaga hefur okkur tekist að tryggja okkur breiðþotur í fraktflutninga frá og með 2024. Þangað til mun Bláfugl starfrækja vélarnar, þegar þær verða komnar á flugrekstrarleyfi félagsins, í vöruflutninga og svokallað VIP-farþegaflug,“ segir Sigurður Ágústsson, forstjóri fyrirtækisins.Tvær vélanna geta nú þegar borið 60 tonn af frakt en eftir breytingarnar 2024 mun hver þeirra geta borið 100 tonn.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.