Birta selur líka í Skeljungi

Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar Orkunnar.
Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar Orkunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birta lífeyrissjóður hefur minnkað hlut sinn í Skeljungi um rúmlega 2 prósentustig, en félagið var fyrir viðskiptin með 6,36% hlut í félaginu og fimmti stærsti hluthafinn. Kemur þetta í kjölfarið á því að tilkynnt var um að Gildi lífeyrissjóður hefði selt fyrir rúmlega 2 milljarða í félaginu fyrr í dag líka.

Samtals seldi Birta um 33,9 milljón hluti eða fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Eftir viðskiptin á Birta áfram 89,3 milljón hluti eða 4,61%.

Gildi seldi mun stærri hlut, eða 155 milljónir hluta og fór úr því að eiga 10,34% hlut niður í 2,68% hlut.

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti í morgun stóran hluta bréfa, eða 97 milljónir hluta fyrir um 1,4 milljarð. Ekki hefur komið fram hver keypti þau bréf sem út af standa, en það eru tæplega 92 milljón bréf í félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK