NLFÍ-íbúðir í byggingu fljótlega

Tölvuteiknuð mynd af nýju íbúðahverfi NLFÍ í Hveragerði.
Tölvuteiknuð mynd af nýju íbúðahverfi NLFÍ í Hveragerði.

Framkvæmdir við uppbyggingu 84 sjálfbærnivottaðra íbúða á lóð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands, NLFÍ, í Hveragerði hefjast fljótlega á þessu ári að sögn Þóris Haraldssonar forstjóra. Kostnaður verður á bilinu fjórir til fimm milljarðar króna.

„Við byrjum á einum klasa með fjórum húsum sem innihalda átján íbúðir. Hver íbúð er 88 – 140 fermetrar með geymslu. Stæði í bílakjallara og aðgengi að lyftum er í öllum íbúðum. Næsti klasi fylgir svo fljótlega á eftir. Við ætlum að vera með 40% íbúðanna í byggingu í fyrsta áfanga,“ segir Þórir en 15 – 18 mánuði tekur að byggja hvern klasa.

Mörg símtöl

Þórir segir aðspurður að stofnunin hafi fengið mikið af símtölum frá áhugasömum kaupendum enda sé mikil ásókn í fasteignir í Hveragerði þessi misserin. Sala íbúðanna er ekki hafin en auglýst verður opinberlega, m.a. á lindarbrun.is, hvenær kaupendur geti skráð sig.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK