Sjónvarpið að deyja út

Samfélagsmiðilinn TikTok er vinsælasta forrit heims samkvæmt skýrslunni.
Samfélagsmiðilinn TikTok er vinsælasta forrit heims samkvæmt skýrslunni. AFP

Fólk eyðir að meðaltali 4,8 klukkustundum á dag í farsímum sínum en það er 30% aukning frá 2019. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsfyrirtækisins App Annie.

Skýrsla App Annie gefur til kynna að smáforritum hafi alls verið hlaðið niður 230 milljörðum sinnum árið 2021 og var 170 milljörðum dala varið í kaup á þeim.

Forritinu TikTok var oftast hlaðið niður og vörðu notendur 90% meiri tíma þar samanborið við árið 2020.

„Stóri skjárinn er hægt og rólega að deyja þar sem farsíminn heldur áfram að slá met í nánast öllum flokkum - tímaeyðslu, niðurhali og tekjum,“ segir framkvæmdastjóri App Annie í samtali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK