Ljúka fyrstu prófun á nýjum leik

Stefán Þór Björnsson og Stefán Gunnarsson, stofnendur og stjórnendur Solid …
Stefán Þór Björnsson og Stefán Gunnarsson, stofnendur og stjórnendur Solid Clouds sem framleiðir leikinn Starborne: Frontiers. mbl.is/​Hari

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid clouds hefur lokið prófun á fyrstu útgáfu af nýjum leik sem fyrirtækið hefur haft í þróun hjá sér. Um er að ræða leikinn Frontiers, en hann hefur verið í þróun síðustu sjö mánuði.

mbl.isÍ tilkynningu frá Solid clouds kemur fram að þessi fyrsta útgáfa hafi verið í prófun hjá um tvö þúsund spilurum í Asíu, en tilgangur þessara prófana var að mæla stöðugleika og frammistöðu netþjóna sem keyra leikinn og til að athuga hversu vel leikurinn keyrir á ýmsum gerðum snjalltækja. Auk þess að meta hversu aðgengilegur og skiljanlegur hann er fyrir nýja spilara.

Kynningarmynd fyrir nýja leikinn Starborne: Frontiers.
Kynningarmynd fyrir nýja leikinn Starborne: Frontiers.

Haft er eftir Stefáni Gunnarssyni, forstjóra Solid clouds, að netþjónarnir hafi staðist álagið og vel hafi gengið að spila leikinn í flestum gerðum snjalltækja. Einnig hafi fyrirtækið náð að safna upplýsingum um upplifun spilara af viðmóti og leikkerfi Frontiers sem muni flýta framleiðslu leiksins.

mbl.isNæsti áfangi í þróun leiksins verður á miðju ári þegar prófanir fyrir grunnútgáfu leiksins fara fram. Þá verða helstu leikþættir prófaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK